Go to content
  • Íslenska

Svíþjóð &

Ísland

Sænskt ríkisfang

Ríkisfang er lögformleg tengsl á milli ríkis og ríkisborgara, sem myndast ýmist sjálfkrafa vid fæðingu eða með tilkynningu eða umsókn.

Skýrasta sönnun ríksfangsins er annars vegar sænskt vegabréf og hinsvegar að sænskir ríkisborgarar hafa ótakmarkaðan rétt til að dveljast í Svíþjóð.
Sænskt ríkisfang er hægt að fá á eftirfarandi hátt:

  • við fæðingu 
  • með ættleiðingu 
  • með löghelgun (þegar foreldri gengur í hjónaband) 
  • með umsókn

eða

  • tilkynningu (börn, 18-20 ára ungmenni og Norðurlandabúar).

Að halda sænsku ríkisfangi
Til að koma í veg fyrir að þeir einstaklingar sem fæddir og búsettir eru erlendis glati sænskum ríkisborgararétti sínum geta þeir sótt um að halda honum. Það skal gert fyrir 22 ára aldur. Ekki þarf að senda inn slíka umsókn ef viðkomandi hefur einhverntímann verið búsettur í Svíþjóð eða heimsótt Svíþjóð reglulega.
Ef þú átt sænskt foreldri sem fætt er í Svíþjóð verður umsóknin samþykkt.
Jafnvel þótt tengslin við Svíþjóð séu lengra aftur í tímann er hægt að halda sænsku ríkisfangi, svo fremi sem tengslin við Svíþjóð séu einhver.
Eyðublað fyrir umsókn um að halda sænsku ríkisfangi er að finna hér. Þú getur einnig beðið sendiráðið eða ræðismannsskrifstofuna að senda þér eyðublaðið.
Umsóknina sendir þú í sænska sendiráðið. Ef þú ert í heimsókn í Svíþjóð getur þú sent hana beint til Migrationsverket í Norrköping. Þú þarft að greiða ákveðna upphæð þegar þú sendir umsókn í sendiráðið eða til Migrationsverket.