Go to content
  • Íslenska

Svíþjóð &

Ísland

Ferðaperlur fyrir Íslendinga

Áhugi Íslendinga á Svíþjóð hefur stóraukist á síðastliðnum árum, flugferðum fjölgað og verð lækkað! Í tilefni af því langar okkur í Sænska sendiráðinu að segja frá nokkrum ferðaperlum sem við teljum að Íslendingar kunni að meta.

Svíþjóð býður upp á ýmislegt spennandi fyrir Íslendinga allan ársins hring, eins og eina bestu og ódýrustu laxveiði í Evrópu, skemmtun fyrir börnin í Heimi Astridar Lindgren eða Kolmården dýragarðinum, gistingu í herragörðum, allskonar hlaup- og hjólakeppnir, frábærar skíðabrekkur og margt fleira. Og ekki skemmir fyrir að verðlagið er það lægsta í Skandinavíu! Smelltu á hlekkina hér að neðan og við deilum nokkrum hugmyndum um hvernig hægt er að búa sér til skemmtilega ferð til Svíþjóðar

Fleiri spennandi ferðahugmyndir um allt það sem Svíþjóð hefur upp á að bjóða er að finna hér og á Visit Sweden.

Sendiráðið er að auki með síðuna Til Svíþjóðar á Facebook þar sem búið er að safna ýmsum skemmtilegum upplýsingum fyrir þann sem er á leið til Svíþjóðar. Einnig viljum við benda á tvær greinar hjá Túristi.is þar sem annars vegar er farið yfir verslun í Svíþjóð sem og veitingahús.