Svíþjóð er landfræðilega séð eitt af stærstu löndunum í Evrópu og býr yfir mikilli náttúru. Svíar eru duglegir að nýta sér hana í hvers kyns útiveru og afþreyingu.
Svíar eru mikil golfþjóð enda hafa nokkrir af bestu golfurum heims komið frá Svíþjóð. Það er tilvalið fyrir íslenska golfara að fara til Svíþjóðar til að lengja golftímabilið, sem er frá byrjun apríl til nóvember þar í landi. Á heimasíðu
Visit Sweden er kort yfir þá 480 golfvelli sem er að finna Svíþjóð. Gæði golfvallanna eru í mörgum tilvikum mjög mikil og eru Svíar duglegir að nýta náttúruna til að auka skemmtanagildi þeirra.
Gönguleiðir
Fjöllin í Svíþjóð teygja sig frá Dölunum í Svíþjóð norður til Kiruna í Norður Svíþjóð. Á þessu svæði er að finna fleiri þúsund kílómetra af gönguleiðum. Á heimasíðu
Sænska ferðamálaráðsins er að finna frekari upplýsingar en allir ættu að geta fundið sér leið við sitt hæfi. Ein frægasta og vinsælasta gönguleiðin í Svíþjóð er
Kungsleden sem er í norður Svíþjóð. Leiðin er 400 km. að lengd og á hverju ári kemur fólk alls staðar að til að fara leiðina. Ævintýrafréttamaðurinn Peter Potterfield tók saman lista af bestu gönguleiðum í heimi fyrir National Geographic og setti hann Kungsleden í fyrsta sæti.
Hjá
Visit Sweden er einnig að finna uppástungur og upplýsingar um mismunandi afþreyingu sem er að finna víðsvegar í Svíþjóð.