Go to content
  • Íslenska

Svíþjóð &

Ísland

Heimur Astridar Lindgren

Hver vill ekki líta í heimsókn til Línu Langsokkur, Emil í Kattholti, börnin í Ólátagarði og Madditt? Og það allt í sömu ferð! Samhliða því getum við kannski farið í smá túr í skerjagarðinum í Västervik í leiðinni.

Heimur Astridar Lindgren í Vimmerby er 291 km frá Stokkhólmi, 286 km frá Västerås og í nágrenni við dásamlega skerjagarða­bæinn Västervik. Garðurinn er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt er að heimsækja Línu Langsokk, Emil í Kattholti, börnin í Ólátagarði, Madditt og fleiri persónur úr bókum Astrid Lindgren.

Astrid var undir miklum innblástri af svæðinu í sögum sínum og í nágrenni Vimmerby er hægt að heimsækja sveitabæina þar sem myndirnar og þættirnir voru teknir upp.

Gestum gefst færi á að leigja sér sumarbústað í nágrenni bæjarins eða beint fyrir utan skemmtigarðinn sjálfan, sjá nánar www.alv.se eða http://www.vimmerby.com/. Einnig er hægt að gista í herragarði í Rimforsa, 58 km norðan við Vimmerby. Í Västervik (20 min. suður frá Vimmerby) er hægt að gista í Gränsö kastalanum. Kastalinn er nálægt golfvelli og hægt að bóka golfpakka hjá þeim með gistingu og golfi.

Fiskveiði nálægt Heimi Astridar Lindgren Västervik Fishing Camp er með vikupakka þar sem innifalið er gisting, bátur, sjókort, veiðileiðbeiningar, sjóvesti og veiðileyfi (verð frá 450 EUR/mann út frá verðskránni maí 2016). Staðsett rétt hjá Västervik þar sem hægt er að spila golf, versla og steinsnar frá Heimi Astridar Lindgren.