Go to content
  • Íslenska

Svíþjóð &

Ísland

Laxveiði - frábært og ódýrt

Eitt besta og ódýrasta laxveiði í Evrópu er að finna í Svíþjóð. Einnig er m.a. hægt að veiða bleikju, silung, gedduborra og karfa ásamt fleiri tegundum.

Laxveiði er talin mjög góð og ódýr í Svíþjóð eins og sjá má hér http://abelsfiskeblogg.fiskejournalen.se/valdens-just-nu-basta-sportfiske-pa-lax-finns-i-sverige Á heimasíðunum http://www.laxfiske.nu og http://www.swedenfishing.com/ getur þú skipulagt veiðiferð þína til Svíþjóðar. Yfir 800.000 ferðamenn renndu fyrir fisk árið 2013 í Svíþjóð.
Fiskveiði nálægt dýragarðinum Kolmården Hægt er að fá pakka hjá t.d. Ljuskön Cabins sem felur í sér gistingu í veiðikofa fyrir þrjár nætur, þrjá báta og veiðileyfi á 2.800 SEK fyrir manninn m.v. sex manns. Ljuskön er 25 kílómetra frá Kolmården í St. Anna skerjagarðinum. Athugið að verðið er sótt af heimasíðu Ljuskön Cabins í maí 2016 og geta breyst. Sendiráð Svíþjóðar tekur enga ábyrgð á verðbreytingum.

Hjá Yxnerum býðst pakki fyrir 3 nætur í tveggja manna herbergi, morgunmatur fyrir tvo morgna, þrír kvöldverðir og hádegismatur (hádegisverðarpakki fylgir með ef gestirnir eru úti að veiða), 2ja daga veiði úti á vatninu með leiðsögumanni (8 tímar/dag) ásamt öllum búnaði, tryggingum og veiðileyfi. Verð 5.295 SEK á mann (verðskrá í maí 2016).

Fiskveiði nálægt Heimi Astridar Lindgren Västervik Fishing Camp er með vikupakka þar sem innifalið er gisting, bátur, sjókort, veiðileiðbeiningar, sjóvesti og veiðileyfi (verð frá 450 EUR/mann út frá verðskránni maí 2016!). Staðsett rétt hjá Västervik þar sem hægt er að spila golf, versla og steinsnar frá Astrid Lindgrens Värld.