Go to content
  • Íslenska

Svíþjóð &

Ísland

Tónlistarhátíðir

Svíþjóð hefur lengi verið þekkt fyrir tónlistarfólk sitt og skipar tónlist stóran sess í menningu Svía. Á hverju ári eru haldnar fjölmargar tónlistarhátíðir þar sem mörg af stærstu nöfnum tónlistarheimsins spila og er hér að finna nokkrar þeirra.

Summerburst Raftónlistarhátíðin Summerburst er haldin í bæði Gautaborg og Stokkhólm í byrjun júní og er á meðal stærstu tónlistarhátíða Svíþjóðar. Af þeim tónlistarmönnum sem hafa spilað á hátíðinni má nefna David Guetta, Avicii, Tiesto og Justin Bieber.

Nánari upplýsingar um Summerburst er á http://www.summerburst.se/

Sweden Rock Festival Þungarokkhátíðin Sweden Rock Festival er haldin í Sölvesborg á Skáney í byrjun júní. Hátíðin, sem stendur í þrjá daga, er einnig á meðal stærstu tónlistarhátíða Svíþjóðar. Hátíðin var fyrst haldin árið 1992 og hafa tónlistarmenn eins og Aerosmith, Alice Cooper, Black Sabbath, Guns N‘ Roses og Kiss spilað á hátíðinni.

Nánari upplýsingar um Sweden Rock Festival er á http://www.swedenrock.com/

Big Slap Big Slap raftónlistarhátíðin í Malmö er haldin byrjun í ágúst. House tónlist er allsráðandi á hátíðinni sem er haldin i Pilldamsparken i miðborg Malmö.

Nánari upplýsingar um Big Slap er á www.bigslap.se/

Way Out West Way Out West tónlistarhátíðin í Gautaborg er haldin á ágústmánuði. Breið flóra tónlistarmanna spilar á Way Out West á hverju ári því geta flestir fundið sér eitthvað við hæfi. Tónlistarmenn eins og Patti Smith, Beck, Florence and the Machine, Alt-J, Ellie Goulding, Outkast, Queens of the Stone Age og Of Monsters and Men hafa spilað á hátíðinni.

Nánari upplýsingar um Way Out West er á http://www.wayoutwest.se/

Malmöfestivalen Eins og nafnir segir til um er Malmöfestivalen haldin í Malmö um miðjan ágúst. Hátíðin, sem er sú elsta í Svíþjóð, hefur verið haldin í yfir 30 ár. Það er ekki einungis tónlistarviðburðir á Malmöfestivalen heldur er einnig að finna listasýningar, tískusýningar,  rökræður og margt fleira. Meðal tónlistarmanna má nefna Band of Horses, The Hives, Zara Larsson og Robyn.

Nánari upplýsingar um Malmöfestivalen er á http://www.malmofestivalen.se/